Tvö mörk og eitt rautt spjald í síðdegisleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var hart barist á King Power í kvöld.
Það var hart barist á King Power í kvöld. vísir/getty
Leicester og West Ham skildu jöfn 1-1 í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn var nokkuð fjörugur.

Fabian Balbuena kom West Ham yfir á 30. mínútu. Eftir aukaspyrnu átti West Ham skalla í stöng og þaðan féll boltinn fyrir Balbuena sem kom boltanum yfir línuna.

Átta mínútum síðar fékk Mark Noble rautt spjald. Hann fór groddaralega í tæklingu á miðjum velli og góður dómari leiksins, Michael Oliver, var fljótur að henda Noble í sturtu.

Leicester gekk illa að skapa sér opin marktækifæri og það var ekki fyrr en á síðustu mínútu venjulegs leiktíma er heimamenn í Leicester náðu að jafna metin.

Boltinn féll þá fyrir Wilfried Nidi sem þrumaði boltanum á markið, boltinn hafði viðkomu í varnarmanni West Ham og í netið. Sorglegur endir á hetjulegri baráttu West Ham einum færri.

Leicester er í tólfta sætinu með þrettán stig en West Ham er sæti neðar með átta stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira