Milivojevic kom í veg fyrir tólfta sigur Arsenal í röð

Dagur Lárusson skrifar
Milivojevic fagnar jöfnunarmarkinu.
Milivojevic fagnar jöfnunarmarkinu. vísir/getty
Luka Milivojevic, fyrirliði Crystal Palace, skoraði tvívegis fyrir Crystal Palace í 2-2 jafntefli við Arsenal nú í dag.

 

Lið Arsenal hefur bætt sig mikið frá síðustu leiktíð undir stjórn Unai Emery og hefur liðið sýnt mátt sinn og megin síðustu vikur.

 

Fyrri hálfleikurinn einkendist af miklu miðjumoði og var hvorugt liðið í raun sterkari aðilinn en það var hinsvegar Crystal Palace sem skapaði opnari færi. Það var síðan ekki fyrr en á síðustu mínútu fyrri hálfleiksins þar sem fyrsta markið kom en þá fékk Palace vítaspyrnu. Á punktinn steig Milivojevic og skoraði hann og var staðan 1-0 í hálfleiknum.

 

Liðsmenn Arsenal mættu öflugir til leiks í seinni hálfleikinn og voru ekkert að tvínóna við hlutina. Granit Xhaka skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu á 52. mínútu til þess að jafna metin og aðeins fjórum mínútum seinna skoraði Aubameyang og kom Arsenal yfir en það þurfti að nota marklínutæknina til þess að útkljá hvort að um mark hafi verið að ræða.

 

Eftir þetta mark Gerði Roy Hodgeson tvær skiptingar en hann setti þá Max Mayer og Alexander Sörloth inná en það blés nýju lífi í Palace.

 

Þessar skipingar skiluðu sér að lokum því á 83. mínútu fengu liðsmenn Palace aftur vítaspyrnu sem fyrirliðinn skoraði úr og jafnaði leikinn fyrir Palace og þar við sat. 

 

Eftir leikinn er Arsenal komið með 22 stig í fjórða sæti deildarinnar á meðan Palace er í fjórtánda sæti með átta stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira