Íslenski boltinn

Ásmundur tekur við Fjölni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásmundur hefur meðal annars þjálfað Fram, ÍBV og Fylki.
Ásmundur hefur meðal annars þjálfað Fram, ÍBV og Fylki. vísir/hanna
Ásmundur Arnarsson er nýr þjálfari meistaraflokks karla í fótbolta hjá Fjölni. Hann tekur við starfinu af Ólafi Páli Snorrasyni.

Ásmundur tekur við Fjölni í annað sinn á ferlinum, hann var einnig þjálfari liðsins frá 2005-2011. Á þeim tíma kom hann liðinu tvisvar í bikarúrslit og tvisvar kom hann þeim upp í efstu deild.

Fjölnir féll úr efstu deild í haust og mun því spila í Inkassodeildinni næsta sumar.

Ásmundur kemur í Grafarvoginn frá Breiðabliki þar sem hann stýrði 2. og 3. flokki kvenna. Þá var hann einnig þjálfari liðs Augnabliks í 2. deild kvenna.






Tengdar fréttir

Óli Palli hættur með Fjölni

Ólafur Páll Snorrason er hættur þjálfun meistaraflokks karla hjá Fjölni. Félagið sendi frá sér tilkynningu þess efnis í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×