Fótbolti

Frönsk yfirvöld rannsaka meint veðmálasvindl í leik PSG og Rauðu stjörnunnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
UEFA ákærði stuðningsmenn beggja liða eftir leikinn
UEFA ákærði stuðningsmenn beggja liða eftir leikinn vísir/getty
Frönsk yfirvöld rannsaka meint veðmálasvindl í leik PSG og Rauðu Stjörnunna í Meistaradeild Evrópu í byrjun mánaðarins.

Franska blaðið L'Equipe greinir frá því að starfsmaður Rauðu stjörnunnar hafi veðjað tæpum 5 milljónum evra á að serbneska liðið myndi tapa með fimm mörkum. Leiknum lauk með 6-1 sigri Paris Saint-Germain.

Bæði félög hafa lýst yfir sakleysi í málinu.

„Rauða stjarnan hafnar þessari sögu alfarið með mikilli reiði. Þessi grein getur skaðað orðspor félagsins og við krefjumst þess að frönsk og serbnesk yfirvöld ásamt UEFA rannsaki málið,“ sagði í tilkynningu frá Rauðu stjörnunni.

„Tæknin í dag er svo góð að það er nær ómögulegt að geta ekki komist til botns í málinu.“

Franska félagið sagðist vera „skuldbundið heiðarleika íþrótarinnar og hafnar öllum aðgerðum sem ógna honum.“

Talsmenn UEFA vildu ekki tjá sig um málið við Sky Sports.


Tengdar fréttir

Neymar með þrennu í stórsigri PSG

PSG valtaði yfir Crvena Zvezda, eða Rauðu stjörnuna, í C riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Neymar skoraði þrennu fyrir PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×