Fótbolti

Rosengård enn með í titilbaráttunni

Smári Jökull Jónsson skrifar
Glódís Perla er lykilmaður í liði Rosengård
Glódís Perla er lykilmaður í liði Rosengård Vísir/Getty
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu 5-1 stórsigur á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rosengård er í harðri titilbaráttu ásamt tveimur öðrum liðum.

Fyrir leikinn í dag var Rosengård í öðru sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Piteå og einu á undan Kopparbergs/Gautaborg. Hammarby var í 8.sætinu.

Heimakonur í Rosengård tóku forystuna snemma og leiddu 2-0 í leikhléi. Hammarby tókst að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks en þrjú mörk á síðustu sautján mínútum leiksins tryggðu sigurinn.

Glódís Perla lék allan leikinn í vörn Malmö sem á ágæta möguleika á titlinum þegar tvær umferðir eru eftir. Þær mæta Piteå um næstu helgi og fara á toppinn með sigri þar sem þær eru með mun betri markatölu. Þær leika síðan gegn hinu toppliðinu, Kopparbergs/Gautaborg, á útivelli í síðustu umferðinni þar sem það ræðst hvert titillinn fer. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×