Mats varð bergnuminn þegar hann sá Ísland í fyrsta sinn Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2018 22:30 Mats Wibe Lund við ljósmyndina af Vallnabjargi í Fróðárhreppi. Snæfellsjökull í baksýn. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2: Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira
Hinn landskunni ljósmyndari, Mats Wibe Lund, opnaði í dag ljósmyndasýningu í Norræna húsinu, um leið og hann gaf út æviminningabók. Hann segist halda mest upp á landslagsmynd af Snæfellsnesi í kvöldbirtu. Rætt var við Mats í fréttum Stöðvar 2. Hann er Norðmaður, fæddur í Osló árið 1937, en sigldi fyrst til Íslands sem ungur menntaskólanemi árið 1954 með strandferðaskipinu Heklu til að vinna við hinn fræga fornleifauppgröft í Skálholti. Vinnuna fékk hann í gegnum frænda sinn, hinn heimsþekkta fornleifafræðing Helge Ingstad. „Og þegar ég sá landið rísa úr sæ varð ég bergnuminn eins og skot,“ segir Mats. Hann fór að ljósmynda landslagið en myndaði einnig mannlíf og byggðir og rifjar upp stórkostlegar stundir í síldinni á Siglufirði árið 1963. Mats við mannlífsmynd af síldarsöltun á Siglufirði árið 1963.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Svo kom ástin, hann giftist íslenskri stúlku, Arndísi Ellertsdóttur. Þau hófu þó búskap sinn í Noregi en fluttust alkomin til Íslands árið 1966. Ríkulega myndskreytta æviminningabók „Frjáls eins og fuglinn“ tileinkar hann minningu hennar, en Arndís lést fyrir þremur árum. Kunnastur er Mats fyrir átthagamyndir sínar en við höldum að loftmynd eftir hann megi nánast finna á hverri einustu bæjarskrifstofu á Íslandi. Þá hefur hann ljósmyndað langflesta sveitabæi landsins. Margar myndanna eru nú merkar heimildir. Þannig má sjá á sýningunni mynd af einum borgarhluta Reykjavíkur frá 1963, og aðra mynd við hliðina, sem tekin var frá sama sjónarhorni fimmtíu árum síðar. Þegar við spyrjum um uppáhaldsmyndina velur Mats ljósmynd af Vallnabjargi í Fróðarhreppi á norðanverðu Snæfellsnesi. „Takið bara eftir hvað birtan hefur mikið að segja, lág kvöldbirta, hlýtt og notalegt.“ Svo vekur einnig athygli á ljósmynd af Hverfjalli í kvöldsól, sem sjá má hér í frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Sjá meira