Enski boltinn

Skoraði ótrúlegt sjálfsmark frá miðju | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Abbie McManus þarf aðeins að vanda sendingarnar til baka.
Abbie McManus þarf aðeins að vanda sendingarnar til baka. vísir/getty
Eitt ótrúlegasta sjálfsmark sem sést hefur í fótbolta leit dagsins ljós í leik Birmingham og Manchester City í ensku úrvalsdeild kvenna á dögunum.

Birmingham komst í 1-0 á áttundu mínútu leiksins þegar að Abbie McManus ætlaði að senda boltann til baka á markvörð sinn alla leið frá miðju.

Þessi langa sending til baka heppnaðist ekki betur en svo að boltinn skoppaði yfir Ellie Roebuck í marki Manchester City og í netið fór boltinn. Afskaplega klaufalegt en engu að síður fyndið mark.

Til allrar hamingju fyrir McManus stóð hún ekki uppi sem skúrkurinn né markvörðurinn því City-liðið kom til baka og vann leikinn, 3-2.

Birmingham var fyrir leikinn búið að vinna alla þrjá leiki sína í deildinni en liðið er með níu stig líkt og Arsenal en Manchester City er með átta stig eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×