Lífið

Sveppi og Pétur í vandræðum með fjórfaldan meistara í dvergaglímu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það þurfti tvo til.
Það þurfti tvo til.
Fyrsti þátturinn af Suður-ameríska drauminum var í opinni dagskrá á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Í þáttunum keppa Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar gegn Sveppa og Pétri Jóhanni í stigakeppni og þurfa liðin að standast fullt af áskorunum víðs vegar um álfuna.

Fyrsta áskorun Sveppa og Péturs var að glíma við dverginn Jose Luis Angel sem að sögn er fjórfaldur glímumeistari í sínum þyngdarflokki. Þeir félagarnir voru staddir í Mexíkó í fyrsta þættinum.

Bardaginn gekk ekkert sérstaklega vel og þurftu Íslendingarnir að beita brögðum til að vinna Angel, eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×