Lífið

Segir konur meira í andlegu ofbeldi og karlar í líkamlegu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Davíð segir að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé grafalvarleg.
Davíð segir að staðan í miðbæ Reykjavíkur sé grafalvarleg.
Dyraverðir óttast um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur og það ekki að ástæðulausu en á dögunum varð dyravörður fyrir fólskulegri líkamsárás í miðbænum. Þar hlaut hann alvarlega áverka, meðal annars mænuskaða. Sindri Sindrason ræddi við dyravörð í Íslandi í dag á föstudagskvöldið.

„Konurnar beita oftar andlegu ofbeldi en karlar líkamlegu,“ segir Davíð Blessing, en dyraverðir verða stundum hræddir í vinnunni, hafa stofnað félag og vilja meira samstarf við lögregluna. Hann sagði áhugaverðar sögur úr skemmtanalífinu á föstudaginn.

„Það er kominn tími á breytingar til að við þyrftum ekki að horfa upp á svona aftur,“ segir Davíð en dyraverðir í miðbæ Reykjavíkur vilja aukin réttindi í starfi sínu. Þeir vilja fá að nota handjárn til að yfirbuga gesti skemmtistaða sem sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun.

Davíð starfar sem dyravörður í miðbæ Reykjavíkur.
„Það þarf að tryggja betra samstarf við lögreglu. Lögreglan er klárlega undirmönnuð til þess að sinna sínu starfi eftir bestu getu. Oftar en ekki er viðbragðstíminn of langur og of mikil bið.“

Davíð segir að það gangi ekki að dyraverðir þurfi að fara sömu leið og aðrir þegar upp koma vandamál. Hann segir að neyðarhnappur væri eitthvað sem vert væri að skoða.

„Öryggisverðir sem eru að passa Smáralindina eru með neyðarhnapp, en ekki við. Það þarf einnig að vera staðalbúnaðir að dyraverðir séu í hnífstunguvestum. Það er því miður sorglegi sannleikurinn að þetta þurfi að vera staðalbúnaður.“

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. 


Tengdar fréttir

Dyraverðir vilja fá betri búnað til að bregðast við ofbeldi

Dyraverðir skemmtistaða í miðbæ Reykjavíkur vilja njóta aukins frelsis og aukinna réttinda í starfi sínu. Meðal þess sem þeir vilja er víkkun á starfssvæði þeirra og heimild til þess að notast við handjárn við störf sín, sem fela oft í sér að yfirbuga eða taka niður þá gesti skemmtistaða sem þykja sýna af sér óæskilega eða ógnandi hegðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×