Dómgreindarleysi Sakho kostaði Palace stig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sakho reynir að malda í móinn er Mike Dean bendir á punktinn.
Sakho reynir að malda í móinn er Mike Dean bendir á punktinn. vísir/getty
Dómgreindarleysi Mamadou Sakho kostaði Crystal Palace stig er liðið tapaði 2-1 fyrri Bournemouth á útivelli í sjöundu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn var síðasti leikur sjöundu umferðarinnar og það voru heimamennirnir í Bournemouth sem komust yfir á fimmtu mínútu með marki David Brooks.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 55. mínútu er Patrick Van Aaanholt kláraði færið sitt frábærlega en líklega var hann þó rangstæður í aðdraganda marksins.

Það stefndi allt í jafntefli en þá greip Mamadou Sakho, varnarmaður Crystal Palace, til sinna ráða. Eftir aukaspyrnu Bournemouth braut hann afar klaufalega fa sér og Bournemouth fékk víti.

Junior Stanislas fór á vítapunktinn og skoraði örugglega á mitt markið og þrjú mikilvæg stig til heimamanna í Bournemouth.

Þeir eru nú með þrettán stig í sjöunda sæti deildarinnar en Palace er í þrettánda sætinu með sjö stig eftir jafnmarga leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira