Enski boltinn

Guardiola þvertekur fyrir það að Mbappe sé á leiðinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mbappe er ekki að koma. Svo segir hann.
Mbappe er ekki að koma. Svo segir hann. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að Kylian Mbappe sé ekki á leið til PSG og Raheem Sterling er ekki á leið til Frakklands.

Á dögunum bárust fréttir af því að City væri að undirbúa risa tilboð í Mbappe og Sterling gæti farið sem skiptimynt. Guardiola segir að þetta sé þvæla.

„Þetta er ekki að fara gerast. Stundum skil ég ekki hvaðan þessar fréttir koma. City er ekki að fara borga þá peninga sem Mbappe á skilið eða það sem PSG á skilið,” sagði Spánverjinn.

„PSG er ekki að fara selja leikmann af hans kaliberi á næstu árum svo þetta er ekki að fara gerast. Mbappe er ekki að koma og við erum ekki að fara skipta á Sterling eða öðrum leikmanni sem við erum með.”

City tapaði í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar gegn Lyon og nú þurfa þeir nauðsynlega á þremur stigum að halda er þeir heimsækja Hoffenheim í kvöld.

„Við eigum fimm úrslitaleiki eftir í Meistaradeildinni. Í Meistaradeildinni hefuru ekki tíma til að tapa leikjum. Við vitum stöðuna; fimm úrslitaleikir og sá fyrsti er á morgun,” sagði Spánverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×