Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 2. október 2018 20:31 Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Ástæða er til að vekja athygli á því að í dag, 2.október, er alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar starfa á öllum sviðum mannlífsins með það að leiðarljósi að styðja og efla samfélagslega þátttöku fatlaðs fólks og gæta hagsmuna þess. Mannréttindi og mannréttindabarátta er kjölfestan í störfum þeirra sem og fjölbreytilegar leiðir við að aðstoða og efla sjálfstætt líf fólks í samfélagi fyrir alla. Íslendingar eiga því láni að fagna að hér á landi hefur vaxið og dafnað öflug fagstétt þroskaþjálfa sem hefur stuðlað að mikilvægri þróun í málefnum fatlaðs fólks á Íslandi. Menntun þroskaþjálfa hefur tekið miklum breytingum í áranna rás. Þroskaþjálfaskóli Íslands varð til árið 1971 þegar að starfsheitið þroskaþjálfi varð til, en áður höfðu þær konur sem störfuðu með fötluðu fólki verið kallaðar „gæslusystur“. Þroskaþjálfaskóli Íslands sameinaðist Kennaraháskóla Íslands árið 1998 og færðist námið þar með á háskólastig. Rétt er að taka fram að þroskaþjálfun er lögverndað starf og tekur nám þroskaþjálfa mið af lögum um heilbrigðisstarfsmenn (nr. 34/2012) og reglugerð um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa (nr. 1120/2012). Í dag er þroskaþjálfafræði ein af mörgum námsleiðum sem boðið er upp á við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Um er að ræða fjögurra ára nám sem miðar að því að nemendur öðlist sérfræðiþekkingu og hæfni til þess að veita fjölbreytilega þjónustu og ráðgjöf. Meðal kennslugreina í náminu eru þroskaþjálfafræði, fötlunarfræði, félagsfræði, þroskasálfræði og siðfræði. Starfsvettvangur þroskaþjálfa er mjög fjölbreyttur og má þar nefna skólastofnanir og félags- og tómstundastarf ásamt þjónustu og ráðgjöf á öllum sviðum samfélagsins. Auknar kröfur um sérfræðiþekkingu, þjálfun og sjálfstæði þroskaþjálfa í starfi urðu til þess að árið 2017 var ákveðið að lengja námið úr þremur árum í fjögur. Samhliða því var lögð áhersla á að efla tengingu við fagvettvang með auknu starfsnámi, styrkja umfjöllun um mannréttindi og horfa til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur orðið víðtækari. Á síðustu árum hefur aðsókn í námið vaxið jafnt og þétt. Þroskaþjálfafélag Íslands var stofnað árið 1965 og hefur gegnt lykilhlutverki við að standa vörð um þekkingu, reynslu og fagmennsku þroskaþjálfa. Þroskaþjálfar voru á meðal fyrstu starfsstétta til að rita sínar eigin siðareglur sem birtar voru fyrst árið 1991. Í þeim kemur fram grundvallarhugsjón starfsins sem er virðing fyrir mannhelgi og trú á getu einstaklings til að nýta hæfileika sína til fullnustu. Í dag er lögð áhersla á að þjónusta sé veitt í samvinnu við fatlað fólk, að fólk sem býr við fötlun skipuleggi og stýri sjálft þeirri þjónustu sem það telur sig hafa þörf fyrir. Ein mikilvægasta hindrunin sem fatlað fólk býr við er oft ekki efnisleg heldur fremur félagslegar hindranir sem tengjast viðhorfi annarra. Fötlunarfræði, sem varð til sem fræðigrein á síðari hluta 20. aldar, hefur stuðlað að nýrri sýn á fötlun þar sem áhersla er lögð á að ryðja úr vegi félagslegum hindrunum fremur en að einblína á skerðingar fólks. Þó að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá því að það þótti sjálfsagt að vista fatlaða einstaklinga á stofnunum og skerða sjálfræði þeirra og lífsgæði, þá megum við ekki sofna á verðinum. Ný lög um félagsþjónustu sveitarfélaga og Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir tóku gildi 1. október sl. og marka mikilvæg tímamót þar sem byggt er á hugmyndum um sjálfstætt líf, jafnrétti og mannréttindi fyrir alla. Með löggjöfinni er undirstrikað að íslensk stjórnvöld skuldbinda sig til að framfylgja alþjóðlegum sáttmálum, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Á Íslandi hefur sú stefna ríkt að byggja upp menntakerfi fyrir alla og að skóla- og frístundastarf sé án aðgreiningar. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að þroskaþjálfar starfa í auknum mæli í skóla – og frístundastarfi og veita kennurum, frístundaráðgjöfum og öðru starfsfólki þýðingarmikla ráðgjöf og leiðsögn. Reynslan sýnir að þverfagleg samvinna er lykillinn að árangri í menntun og þroska og opnar nýjar dyr og möguleika fyrir öll börn óháð fötlun og félagslegri stöðu. Ég hvet alla til að gefa störfum þroskaþjálfa gaum, hrósa því sem vel er gert og leggja sitt af mörkum til að styðja við samfélag þar sem öllum er tryggð virk þátttaka og jafn aðgangur að lífsgæðum. Ég óska öllum þroskaþjálfum innilega til hamingju með daginn! Á heimasíðu Þroskaþjálfafélags Íslands má finna umfjöllun um alþjóðlegan dag þroskaþjálfa. Höfundur er forseti MenntavísindasviðsHáskóla Íslands.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun