Innlent

Stormur eða hvassviðri víða um land í dag

Birgir Olgeirsson skrifar
Gul viðvörun er í gildi fyrir nokkra landshluta.
Gul viðvörun er í gildi fyrir nokkra landshluta. Veðurstofa Íslands
Spáð er norðaustan og norðan stormi og hvassviðri í dag, 15-23 metrum á sekúndu, en hægari sunnan- og austanlands fram eftir degi. Rigning eða slydda, en þurrt að kalla sunnan heiða. Hiti 1 til 9 stig, mildast syðst. Norðan 10-18 metrar á sekúndu í kvöld, en 18-23 metrar á sekúndu á Suðausturlandi.

Er í gildi gul viðvörun fyrir Vestfirði, strandir og Norðurland vestra, Norðurland eystra og Suðausturland.

Mun hægari norðanátt á morgun og léttir víða til, en él norðaustan- og austanlands. Kólnandi veður, frost 0 til 8 stig um kvöldið.

Gengur í hvassa suðaustanátt á laugardag, með rigningu eða slyddu sunnan- og vestantil á landinu og hlýnar heldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×