Skoðun

Stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys

Ólafur Ísleifsson skrifar
Tillaga mín og annarra þingmanna Flokks fólksins og tveggja þingmanna Miðflokksins um skattleysi tekna undir 300 þúsund krónum er studd skýrslu sem dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur gerði fyrir þingflokk Flokks fólksins.

Þar er gerð athugun á þróun skatthlutfalla meðal helstu tekjuhópa reist á gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. 

Þegar athugaðar eru breytingar á skattbyrði sex mismunandi fjölskyldna eftir tekjum á tímabilinu 2000-2017 sést að fyrir einhleyping í hálaunaflokki með 167% meðallauna hefur hlutfallið lækkað um 3,3% á tímabilinu. Hann er betur settur nú en hann var um aldamótin. Öðru máli gegnir um láglaunafólk. Fyrir hjón með tvö börn með einni fyrirvinnu á meðallaunum hefur skatthlutfallið á þessu tímabili hækkað um liðlega 82%. Þessi háa hækkun á skatthlutfalli hjónanna bliknar samt þegar litið er á einhleyping með 67% af meðallaunum og tvö börn. Skatthlutfall hans eða hennar hækkaði um 273,6%.

Þessar tölur hljóta að teljast stjórnmálalegt og stjórnsýslulegt slys segir dr. Haukur Arnþórsson í skýrslu sinni. Þær segja einhverja sögu. Kannski um sinnuleysi og skeytingarleysi stjórnvalda um hag þeirra sem lakast eru settir og nauðsyn þess að bæta hag þeirra með myndarlegum hætti.

Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×