Handbolti

Einar Andri ráðinn þjálfari B-landsliðsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einar Andri Einarsson þjálfar lið Aftureldingar í Olísdeild karla
Einar Andri Einarsson þjálfar lið Aftureldingar í Olísdeild karla vísir/bára
Einar Andri Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari U-21 árs og B-landsliðs karla í handbolta. Hann mun einnig koma inn í þjálfarateymi A-landsliðsins.

HSÍ sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem greint var frá ráðningu Einars. Þá var einnig greint frá því að Gunnar Magnússon hafi verið ráðinn yfirþjálfari yngri landsliða.

Einar Andri stýrði æfingum B-landsliðsins í lok síðasta mánaðar undir handleiðslu Guðmundar Guðmundssonar A-landsliðsþjálfara og er nú formlega orðinn þjálfari B-landsliðsins.

B-landsliðið er almennt skipað leikmönnum sem spila í Olísdeild karla og þar þekkir Einar Andri vel til, hann er þjálfari meistaraflokks Aftureldingar og þjálfaði á árum áður meistaraflokk FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×