Íslenski boltinn

Kristján: Hef ekki heyrt fólk tala um neitt annað

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kristján Guðmundsson tók við Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna á laugardaginn er hann skrifaði undir samning við Garðabæjarfélagið.

Kristján segir að það hafi verið nokkur lið á borðinu en honum hafi litist vel á Stjörnuna og þar af leiðandi skrifað undir samning við félagið.

„Ég var alveg ákveðinn í því hvaða verkefni ég vildi takast á við eftir að ég hætti hjá ÍBV,” sagði Kristján í samtali við íþróttadeildar Sýnar.

„Það voru þrjú til fjögur verkefni á borðinu sem ég hafði áhuga á. Ég fór langt með að ræða við Stjörnuna og ég komst ekki nægilega nálægt hinum verkefnunum til að klára þau.”

„Ég ákvað að koma til liðs við sterkt félag. Félag sem hefur vaxið mikið undanfarin ár og ég er búinn að búa hérna í Garðabæ í fimmtán ár.”

„Ég sé stigvaxandi fjölda krakka labba framhjá heimilinu mínu á æfingar hjá Stjörnunni. Það er stór hluti af þessu en fyrst og fremst var það liðið og leikmennirnir - hvernig þeirra viðhorf er.”

„Þetta eru efnilegar stelpur á leiðinni upp og öflugir eldri leikmenn. Allt sem við kemur þessum klúbb hjálpaði til við að ég vildi koma hingað.”

Er ekki bara eitt verkefni á næsta ári, að berjast um þá titla sem eru í boði?

„Ég hef ekki heyrt fólk tala um neitt annað. Það er stefnan, já,” sagði Kristján.

Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×