Handbolti

Íslendingarnir í Elverum öflugir í Meistaradeildarsigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi í leik með Árhús á síðustu leiktíð en nú leikur hann í Noregi.
Sigvaldi í leik með Árhús á síðustu leiktíð en nú leikur hann í Noregi. vísir/getty
Íslendingarnir í Elverum áttu góðan leik er Elverum hafði betur gegn spænska liðinu Ademar Leon, 30-25, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Mikið var skorað í fyrri hálfleik og Elverum var fimm mörkum yfir af loknum fyrri hálfleik, 18-13. Þeir stóðu svo áhlaup Spánverjana af sér og unnu með fimm mörkum.

Sigvaldi Guðjónsson skoraði fjögur mörk úr átta skotum og á línunni nýtti Þráinn Orri Jónsson færin sín vel. Hann skoraði þrjú mörk úr þremur skotum.

Elverum er nú komið á blað í D-riðlinum en þeir eru með einn sigur í fyrstu þremur leikjunum. Þeir mæta næst Wacker Thun frá Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×