Enski boltinn

Messan um Mourinho: „Allt snýst um hann“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vandræði Jose Mourinho voru að sjálfsögðu rædd í Messunni í gær er umferðin var gerð upp í enska boltanum.

United tapaði 3-1 gegn West Ham á laugardaginn og vandræðin halda bara áfram á Old Trafford.

„Þegar að hann kom fyrst til Chelsea þá var hann vinur Frank Lampard, John Terry, Eið Smára. Hann tók bara sterkustu karakteranna og það voru hans menn,” sagði Ríkharður Daðason, sparkspekingur Messunnar.

„Þá náði hann klefanum. Mér finnst eins og undanfarin ár þá hafi hann ekki lengur þessa trú frá leikmannahópnum og þá getur hann ekki verið karakterinn sem er að pikka slagsmál við allt og alla.”

„Hann þarf að breyta og þroskast með því að heimurinn er orðinn öðruvísi en hann var,” sagði Ríkharður áður en Hjörvar Hafliðason tók við boltanum:

„Allt snýst um hann. Ég hef gaman að þessu. Þegar að hann hjálp á brúsunum fyrir vítakeppnina á Derby var hluti af einhverju leikriti. Það gustar um svæðið.”

„Það er ekki sniðugt að vera í stríði við tvo af bestu leikmönnunum,” sagði Ríkharður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×