Sport

Conor gerði nýjan samning við UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor og Dana skála í nýja viskíinu hans Conors á blaðamannafundinum í gær.
Conor og Dana skála í nýja viskíinu hans Conors á blaðamannafundinum í gær. vísir/getty
Aðdáendur Conor McGregor þurfa líklega ekki að hafa áhyggjur af því að bardaginn gegn Khabib Nurmagomedov verði sá síðasti á ferlinum.

Dana White, forseti UFC, staðfesti nefnilega eftir blaðamannafund Conors og Khabib að Írinn kjaftfori væri búinn að skrifa undir nýjan sex bardaga samning við UFC. Fyrsti bardaginn á þessum samningi er gegn Khabib.

Engar tölur voru gefnar upp en White sagði að samningurinn gæti gert Conor að ríkasta íþróttamanni heims. Fastlega má gera ráð fyrir því að Conor sé að fá hluta af sölu á Pay Per View fyrir bardagana.

White sagði allt benda til þess að UFC myndi selja 2,5 milljónir áskriftir, Pay Per View, á UFC 229 er Conor berst næst. Gamla áskriftarmetið hjá UFC er 1,6 milljónir en það var er Conor barðist öðru sinni gegn Nate Diaz.

„Það er ekki erfitt að semja við Conor því við vitum hvers virði hann er,“ sagði White en nýja viskíið hans Conors, Proper Twelve, verður styrktaraðili í öllum hans bardögum. Írinn mætti með það á blaðamannafundinn í gær og fékk sér í tánna. Hann segist ætla að sláta Jameson á viskímarkaðnum.

Bardagi Conors og Khabib fer fram 6. október og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×