Innlent

Ráðherra birtir helstu atriði samgönguáætlunar

Kristján Már Unnarsson skrifar
Samgönguráðherra birti í dag yfirlit yfir helstu framkvæmdir samgönguáætlunar til næstu fimmtán ára. Stöð 2 og Vísir höfðu áður greint frá þeim í gær. 

Um leið undirritaði ráðherrann viljayfirlýsingu við ráðamenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um uppbyggingu samgangna á svæðinu. Markmiðið sé að eyða flöskuhálsum til þess að bæta umferðarflæði bæði með því að efla almenningssamgöngur og ráðast í framkvæmdir. Skoðaðar verða nýjar fjármögnunarleiðir með gjaldtöku bæði ríkis og sveitarfélaga. 

Verkefnahópi undir forystu Hreins Haraldssonar, fyrrverandi vegamálastjóra, er jafnframt ætlað að leiða til lykta málefni Sundabrautar.

Hér má sjá yfirlit ráðherra yfir innihald samgönguáætlunar, sem samþykkt var í ríkisstjórninni fyrr í vikunni. Yfirlitið er birt með fyrirvara um að áætlunin hefur ekki verið samþykkt í þingflokkum stjórnarflokkanna.

Borgarstjórinn í Reykjavík ásamt bæjarstjórum nágrannasveitarfélaganna undirrituðu yfirlýsinguna fyrir hönd Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×