Innlent

Í kringum landið á ellefu dögum

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Reddy á rafhjólinu.
Reddy á rafhjólinu. Fréttablaðið/Ernir
Indverjinn Sushil Reddy lauk í gær hringferð sinni um landið á rafhjóli. Ferðalag Reddy hófst miðvikudaginn 12. september og tók ferðalagið því 11 daga. Setti það reyndar strik í reikninginn að hann þurfti að taka sér tveggja daga hvíld sökum hvassviðris.

Reddy fór hringinn á IKEA-rafhjóli með sólarsellu á tengivagni. Tilgangur ferðalagsins var að vekja athygli á vistvænum samgöngum en ferðafélagi Reddy fylgdi honum á Volkswagen Golf rafbíl. Ferðalagið mun að sögn hafa gengið vel.

Reddy hefur þrisvar áður farið í langferð á rafhjóli, fyrst 7.400 kílómetra um Indland sem skráð var í Heimsmetabók Guinness sem lengsta rafhjólaferð sögunnar. Síðan hefur hann hjólað bæði um Frakkland og Bandaríkin til að vekja athygli á vistvænum orkugjöfum. Hringferð hans hér á landi er farin í tengslum við Charge-ráðstefnuna sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun þar sem framtíð orkumála verður rædd.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×