Innlent

Fleiri konur í Hæstarétt

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Gréta Baldursdóttir er eini kvendómari Hæstaréttar.
Gréta Baldursdóttir er eini kvendómari Hæstaréttar. Fréttablaðið/Eyþór
Hraða þarf fjölgun kvenna í Hæstarétti, að mati nefndar sem hefur eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gegn konum. Aðeins ein kona hefur fast sæti í Hæstarétti.

Í niðurstöðum nefndarinnar frá 2016 um framkvæmd samningsins hér á landi lýsti nefndin einnig áhyggjum af því hversu fáar konur starfa í löggæslu hér á landi og í utanríkisþjónustunni. Starfandi sendiherrar eru 37 og þriðjungur þeirra er konur. Mun hlutfallið aldrei hafa verið hærra. Hlutfall kvenna í löggæslu gæti einnig verið að aukast en konur eru orðnar jafnmargar körlum í lögreglunámi við Háskólann á Akureyri.

Í erindi nefndarinnar frá 5. september er rekið eftir svörum stjórnvalda við ábendingum um tímasetta áætlun um fjölgun kvenna í þessar stöður. Svör áttu að berast nefndinni í mars síðastliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×