Formúla 1

Mercedes í vandræðum með ungu ökumennina

Bragi Þórðarson skrifar
Ocon hefur keyrt vel í ár
Ocon hefur keyrt vel í ár vísir/getty
Þrátt fyrir góðan árangur með liði Force India er ekki pláss fyrir Esteban Ocon í Formúlu 1 á næsta ári eins og staðan er núna.

Ocon er í akademíu ungra ökumanna hjá Mercedes en hefur keyrt fyrir Force India síðustu tvö ár. Sömuleiðis er hinn ungi George Russell, sá er leiðir Formúlu 2 mótaröðina einnig á mála hjá Mercedes og vantar sæti í Formúlu 1.

„Þetta er erfið staða sem liðið er komið í,“ sagði Toto Wolff, stjóri Mercedes, um vandamálið með ungu ökumenn liðsins.

Ferrari virðist vera í betri málum með sína ungu ökumenn. Eins og flest allir vita mun Charles Leclerc taka sæti Kimi Raikkonen hjá liðinu á næsta ári.

Ökumannsmarkaðurinn er enn opinn og eru nokkur sæti eftir, því er ekki öll nótt úti fyrir ungu ökumenn Mercedes liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×