Sport

Gronk vildi frekar hætta en spila fyrir Detroit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gronk í leiknum gegn Lions í nótt. Hann  gat ekkert í leiknum.
Gronk í leiknum gegn Lions í nótt. Hann gat ekkert í leiknum. vísir/getty
Besti innherji í sögu NFL-deildarinnar, Rob Gronkowski hjá New England, hefur staðfest að félagið reyndi að skipta honum til annars félags í sumar.

Það var greint frá því fyrir leik Detroit og New England í gær að Gronk hefði hótað því að hætta frekar en að spila fyrir annað félag.

Þá átti að senda hann til Detroit. Hann neitaði að svara símtölum frá félaginu og sagðist frekar ætla að hætta en fara til annars félags.

„Þetta gerðist en Brady er minn leikstjórnandi,“ sagði Gronk í gær en þá hafði hann einmitt tapað gegn Detroit sem kom verulega á óvart.

Gronk endaði á því að skrifa undir nýjan samning sem er uppfullur af bónusum. Ef hann spilar mikið og skilar frábærum tölum verður hann með mjög þykkt veski í lok tímabils.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×