Lífið

Alfreð og Atli grilluðu stærsta hamborgara Íslandssögunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð og Atli með borgaranum.
Alfreð og Atli með borgaranum.
„Við vorum bara eitthvað að hugsa þetta hvað stærsti grillaði hamborgari Íslands hafi verið þannig við fórum að Google-a það og fundum einn sem átti að hafa verið stærstur á Kótilettunni á Selfossi 2014,“ segir grillarinn og Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson sem hefur verið að vekja athygli á Snapchat (alli-tralli) fyrir það að vera frábær á grillinu.

Þar kallar hann sig BBQ Kóngurinn. Alfreð grillaði borgarinn með vini sínum Atla Kobeini Atlasyni.

„Hinn borgarinn hann leit út fyrir að vera ekki meira en tíu kíló þannig til að vera vissir höfðum við hugsað um tuttugu kíló,“ segir Alfreð sem segist hafa borðað borgarann með bestu list.

„Við borðuðum okkur nú sadda af honum en höfðum sennilega getað boðið öllu hverfinu í mat. Til að gera þennan hamborgara fengum við í lið með okkur Gæðabakstur sem sá um brauðið og Kjötkompaní sem sá um hakkið og Weber umboðið sem lánaði okkur auka grill.  En við lögðum mikið upp úr að hann yrði að smakkast vel og líta vel út.“

Hann segir að Atli vinur hans hafi komið þessu af stað þar sem hann sé ófeiminn við allar svona áskoranir en sjálfir segist Alfreð vera nokkuð feiminn. Að lokum varð hamborgarinn yfir 17 kíló.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×