Íslenski boltinn

Hólmar Örn tekur við Víði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hólmar Örn í leik með FH.
Hólmar Örn í leik með FH. vísir/stefán
Keflvíkingurinn Hólmar Örn Rúnarsson bregður sér í nýtt hlutverk næsta sumar er hann verður þjálfari hjá 2. deildarliði Víðis.

Hann hefur tekið við liðinu af þeim Guðjóni Árna Antoníussyni og Sigurði Elíassyni sem óskuðu eftir því að stíga til hliðar að því er kemur fram á síðu Víkurfrétta.

Hinn 37 ára gamli Hólmar Örn er einn leikreyndasti leikmaður Keflavíkur og hefur spilað alla leiki Keflavíkur í Pepsi-deildinni í sumar.

Ekki kemur fram hvort Hólmar stefni einnig á að spila með liðinu. Víðir varð í níunda sæti í 2. deildinni í sumar og var aðeins tveimur stigum frá fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×