Enski boltinn

FA búið að samþykkja söluna á Wembley

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wembley er heimavöllur enska landsliðsins og jafnframt höfuðstöðvar enska knattspyrnusambandsins
Wembley er heimavöllur enska landsliðsins og jafnframt höfuðstöðvar enska knattspyrnusambandsins vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur samþykkt að selja þjóðarleikvanginn Wembley til auðjöfursins Shahid Khan fyrir 600 milljónir punda. Financial Times greinir frá þessu.

Khan er eigandi Fulham og bandaríska NFL liðsins Jacksonville Jaguars. Hann hefur átt í viðræðum við enska sambandið síðan í apríl um kaup á Wembley.

Beinagrind að samkomulagi hefur verið samþykkt og mun kauptillagan fara fyrir stjórn sambandsins. Í henni sitja 10 meðlimir og koma þeir saman í dag og kjósa um tillöguna.

Verði hún samþykkt mun kaupsamningurinn vera kynntur á fundi aðildasambanda knattspyrnusambandsins í næsta mánuði.

Khan sagði í apríl að hann vildi kaupa Wembley til þess að styrkja stöðu Jaguars í Lundúnum. NFL deildin hefur verið að breiða út anga sína og eru nokkrir leikir á tímabilinu spilaðir í borginni nú þegar.

Samkvæmt frétt Sky Sports um málið mun Wembley ennþá vera vettvangur flestra heimaleikja enska fótboltalandsliðsins, sem og úrslita í bikarkeppninni og umspili um sæti í úrvalsdeildinni.

Þá mun samningurinn ekki breyta stöðu Fulham, þeirra heimavöllur verði áfram Craven Cottage og allar áætlanir um betrumbætur á honum eru óháðar kaupunum á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×