Enski boltinn

Áhugi Chelsea truflaði ekki Pickford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pickford í leik með Everton gegn Arsenal á sunnudaginn.
Pickford í leik með Everton gegn Arsenal á sunnudaginn. vísir/getty
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, segir að þrátt fyrir miklar sögusagnir um að hann væri á förum frá Everton í sumar hafi hann alltaf verið einbeittur á Everton og ekkert annað.

Eftir góða frammistöðu á HM í Rússlandi í sumar þar sem England fór alla leið í undanúrslitin voru miklar sögusagnir um að Pickford gæti skipt um félag og var Chelsea nefnt í því samhengi.

„Þú verður að halda áfram að standa þig og setja þetta á bakvið þig. Þú mátt ekki láta þessa hluti hafa áhrif á þig. Ég hélt bara áfram og einbeitti mér að mínum leik,” sagði Pickford um sögusagnirnar.

„Ég vissi að ég var á samningi hjá Everton og ekki á neinum tímapunkti hugsaði ég um eitthvað annað,” sem ræddi svo um skiptin sín frá Sunderland til Everton síðasta sumar:

„Ef ég hefði ekki komið til Everton hefði ég verið hjá Sunderland. Það er mitt uppeldisfélag og ef ég væri ekki hér væri ég líklega enn þá þar.”

Þrátt fyrir að hafa staðið sig vel á HM í Rússlandi segir Pickford að hann sé ekki með fast sæti í landsliðinu og að hann þurfi að standa sig.

„Ég held að enginn eigi neitt sæti einhverntímann. Ég verð að halda áfram að leggja mig fram fyrir Everton, reyna að vinna leiki þar og vonandi standa í markinu hjá Englandi.”

„Samkeppnin er góð fyrir alla. Ef þú lítur á breiddina í hópnum þá geturu séð að það eru leikmenn sem voru ekki í síðasta hóp sem gætu verið í þeim næsta. Hópurinn vill bæta sig og ég vill bæta mig sem leikmaður.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×