Enski boltinn

Samningaviðræður Ramsey fóru í sandinn vegna launa Özil

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
"Hey, Mesut. Hvernig fæ ég eins mikinn pening og þú?“
"Hey, Mesut. Hvernig fæ ég eins mikinn pening og þú?“ Vísir/Getty
Samningarviðræður Arsenal og Aaron Ramsey féllu upp fyrir í vikunni og er miðjumaðurinn því frjáls ferða sinna á næsta ári. Laun Mesut Özil eru sögð hafa haft áhrif á viðræðurnar.

Í gær bárust fréttir af því að viðræðurnar væru farnar í súginn og Ramsey færi frá félaginu á frjálsri sölu næsta sumar. Walseverjinn hefur byrjað fimm af sex úrvalsdeildarleikjum Arsenal til þessa og virðist vera lykilmaður í liði Unai Emery.

Andy Townsend sagði við The Debate á Sky Sports að líklegur orsakavaldur hafi verið laun Þjóðverjans Mesut Özil. Özil er á 350 þúsund pundum í vikulaun eftir að hafa skrifað undir nýjan samning í febrúar.

Ólíklegt er að Arsenal hafi boðið Ramsey laun á pari við þá upphæð.

„Það spilar inn í. Þetta eru allt stórir strákar og vita að sumir leikmenn fá meira en aðrir,“ sagði Townsend.

„Þetta er svona hjá öllum félögum. En þegar þú ert að spila sömu stöðuna á vellinum þá er eðlilegt að hann vilji biðja um svipaða upphæð. Hann mun aldrei vera í betri stöðu hvað varðar aldur, reynslu og allt annað og stundum verður maður að standa fastur á sínu,“ sagði Andy Townsend.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×