Handbolti

Stórskytta Hauka frá næstu vikurnar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Daníel Þór Ingason er meiddur.
Daníel Þór Ingason er meiddur. Fréttablaðið/Anton
Daníel Þór Ingason, stórskytta Hauka og einn besti leikmaður Olís-deildar karla í handbolta, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla.

Daníel meiddist á hendi í leik á móti Akureyri í síðustu umferð sem Hafnafjarðarliðið vann örugglega en óttast var að Daníel hefði brotið bátsbeinið á skothendinni.

Við segulómskoðun kom í ljós að skyttan magnaða er ekki brotin heldur er um tognun að ræða. Óvíst er hversu lengi Daníel verður frá en um nokkrar vikur er að ræða að minnsta kosti.

Daníel var valinn í B-landsliðshópinn sem æfir þessa helgina undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar en augljóslega gat hann ekki sýnt sig fyrir landsliðsþjálfaranum vegna meiðslanna.

Haukar eru með þrjú stig í áttunda sæti eftir erfiða byrjun í Olís-deildinni en liðið mætir næst Fram í Schenker-höllinni sunnudaginn 7. október þegar að deildin fer aftur af stað eftir stutt hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×