Íslenski boltinn

Eddi Gomez: Litli Atli lítur ekki út fyrir að vera fótboltamaður en er mjög góður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eddi slær á létta strengi í viðtalinu.
Eddi slær á létta strengi í viðtalinu. vísir/skjáskot
Eddi Gomez, varnarmaður FH, var í ítarlegu viðtali í sjöunda vefþætti FH-inga sem þeir hafa birt á samskiptamiðlum sínum síðustu vikurnar.

Eddi er á láni fra Henan Jianye í Kína út tímabilið en sem kunnugt er þá fer lokaumferðin í Pepsi-deild karla fram á morgun.

Eddi er því á leið til Kína eftir umferðina á morgun og kíktu FH-ingar í heimsókn til Eddi daginn eftir að hann skoraði sigurmarkið gegn Val.

Í viðtalinu var farið um víðan völl en þar á meðal annars var rætt um nýjan klefa FH-inga.

„Þetta er klefinn okkar. Nýji klefinn,” sagði Eddi er hann labbaði með myndatökuliði inn í klefann:

„Ég sit við hliðina á goðsögn. Atla Guðna. Hin goðsögnin, Atli Viðar, situr þarna. Litli Atli lítur ekki út fyrir að vera fótboltamaður en hann er mjög góður leikmaður,” en afhverju er klefinn hjá FH orðinn svona flottur?

„Sagan á bakvið klefann er sú að ég kom hingað og ég veit ekki við hverju var að búast en ég bjóst við einhverju öðru en því sem tók á móti mér.”

„Síðan fór ég að tala um þar sem ég er bara hérna í sex mánuði að ef FH myndi vinna deildina þá myndi ég borga fyrir nýjan klefa.”

„Ég veit ekki afhverju en þetta félag lætur þér liða eins og þú eigir heima hér á stuttum tíma. Svo ég husgaði bara afhverju ekki að gera það bara?”

Allt myndbandið má sjá hér að neðan þar sem er farið er um víðan völl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×