Enski boltinn

Silva gæti spilað Richarlison sem fremsta manni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Silva hefur ekki byrjað eins vel hjá Everton og vonir stóðu til.
Silva hefur ekki byrjað eins vel hjá Everton og vonir stóðu til. vísir/getty
Marco Silva, stjóri Everton, segir að hann gæti mögulega spilað Richarlison sem fremsta manni er Everton mætir Fulham á Goodison Park í dag.

„Við erum með þrjá framherja í hópnum og svo erum við með Richarlison einnig sem getur einnig spilað sem fremsti maður,” sagði Silva á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

„Við erum með Calvert-Lewin, Oumar og Cenk Tosun og Richarlison en Richarlison hefur áður spilað sem fremsti maður hjá mér svo það er mögulegt.”

Richarlison skoraði tvö mörk fyrir Brasilíu sem vann 5-0 sigur á El Salvador í landsleikjapásunni en þar spilaði hann sem fremsti maður.

„Það sem ég veit núna er að hann er að spila mjög vel á báðum vængjunum. Hann spilaði vel sem fremsti maður í landsliðinu og kannski er það þess vegna að allir eru að tala um þetta.”

„Í síðasta leik spiluðum við mjög vel og sköpuðum mörg færi en skoruðum ekki. Hann hefur samt spilað vel sem vinstri vængmaður en ég mun taka ákvörðun í dag,” sagði Silva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×