Innlent

Par handtekið vegna innbrots og þjófur gleymdi síma sínum

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast.
Lögreglan hafði í ýmsu að snúast. Vísir/Vilhelm
Rétt fyrir klukkan níu í morgun var tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu þar sem par hafði brotist inn. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að parið hefði verið handtekið nokkru síðar og gisti parið nú fangaklefa.

Á tíunda tímanum í morgun barst tilkynning um mann í Hafnarfirði sem hafði reynt að komast inn í bifreiðar en lögreglan náði að handsama manninn.

Um klukkan fimm, síðdegis í gær, voru tveir handteknir í austurborg Reykjavíkur grunaðir um þjófnað úr verslun. Starfsfólk verslunarinnar hafði reynt að hefta för mannanna en þeir náðu að yfirgefa vettvang í bifreið sem var stöðvuð af lögreglu skömmu síðar.  Mennirnir voru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu og settir lausir að lokinni skýrslutöku.

Skömmu síðar var tilkynnt um þjófnað úr skóverslun í miðborginni. Þjófurinn komst undan en skildi síma sinn eftir á vettvangi. Lögreglan segist vita hver þjófurinn er en rætt verður við hann síðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×