Íslenski boltinn

Óli Jó: Erum meistarar svo við hljótum að vera bestir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Origo-vellinum skrifar
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson. vísir/Bára
Valur varði Íslandsmeistaratitil sinn eftir 4-1 sigur á Keflavík í lokaleik Pepsideildar karla í fótbolta á Hlíðarenda í dag. Ólafur Jóhannesson fagnaði sigri eftir erfitt ár.

„Þetta er frábært, geggjað,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir leikinn.

Fyrir tímabilið bjuggust flestir við að Valsmenn myndu verja titilinn örugglega en þeir þurftu að hafa fyrir því og voru úrslitin ekki formlega ráðin fyrr en í lokaumferðinni.

„Þetta ár var mun erfiðara en það síðasta. En þetta var bara sanngjarnt held ég, mér fannst við vera svona heilt yfir bestir í þessu.“

Valur er Íslandsmeistari annað árið í röð og því fáir sem geta mótmælt því að Valsmenn séu besta liðið.

„Jájá, við erum meistarar, þá hljótum við að vera bestir,“ sagði Ólafur Jóhannesson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×