Fótbolti

Svona var blaðamannafundur Hamrén og Hannesar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Erik Hamrén fékk martraðarbyrjun í Sviss.
Erik Hamrén fékk martraðarbyrjun í Sviss. Vísir
Erik Hamrén og Hannes Þór Halldórsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Hamrén fékk martraðarbyrjun sem stjóri íslenska landsliðsins á laugardag þegar liðið var niðurlægt af Sviss í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Lokatölur í Sviss urðu 6-0 fyrir heimamenn og var fátt sem ekkert jákvætt við frammistöðu íslenska liðsins.

Strákarnir undirbúa sig nú fyrir enn stærri andstæðing, bronslið Belga frá HM, sem mætir á Laugardalsvöll annað kvöld.

Hamrén sagði að það verði breytingar á byrjunarliðinu, hann voni að allir leikmenn í hópnum verði leikfærir en vildi lítið annað gefa upp um liðið. 

Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu blaðamanns úr Laugardalnum og horfa á upptöku frá fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×