Fótbolti

Margir tóku þátt í síðasta sigri A-landsliðsins en spila með 21 árs liðinu í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundssin skoraði þrennu í síðasta sigurleik A-landsliðsins.
Albert Guðmundssin skoraði þrennu í síðasta sigurleik A-landsliðsins. Vísir/Getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta vann síðast leik í janúar síðastliðnum en þá voru stjörnuleikmenn íslenska liðsins uppteknir með félagsliðum sínum þar sem leikurinn var ekki spilaður á alþjóðlegum leikdegi.

Bæði A-landsliðið og 21 árs landsliðið eru að spila á heimavelli í dag en fleiri leikmenn úr síðasta sigurliði A-landsliðsins spila með 21 árs liðinu í dag en spila með A-liðinu.

Leikir beggja landsliða verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Útsending frá leik 21 árs landsliðsins á móti Slóvakíu hefst klukkan 15.15 á Stöð 2 Sport og útsendingin frá leik A-landsliðsins á móti Belgíu hefst klukkan 17.45 á Stöð 2 Sport.

Það eru liðnir 240 dagar síðan íslenska karlalandsliðið vann leik en sá kom í ævintýraferð til Asíu í upphafi ársins.

Síðasti sigurleikur karlalandsliðsins í fótbolta var 4-1 sigur á Indónesíu í Jakarta 14. janúar 2018.

Albert Guðmundsson skoraði þrennu í leiknum en fjórða markið skoraði Arnór Smárason.

Fimm leikmenn 21 árs landsliðsins sem mætir Slóvakíu í dag fengu mínútur með A-liðinu í þessum sigri á Indónesíu. Auk Alberts voru það Óttar Magnús Karlsson, Felix Örn Friðriksson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Samúel Kári Friðjónsson    

Aðeins fjórir leikmenn A-landsliðsins í dag spiluðpu mínútur í þessum sigri en það voru þeir Rúnar Alex Rúnarsson, Hólmar Örn Eyjólfsson, Jón Guðni Fjóluson og Arnór Ingvi Traustason.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.