Skoðun

Verðtrygging

Örn Karlsson skrifar
Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðlabanka Íslands, alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands.

Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjákvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta.

Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verðtryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peningamagn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhagkerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúrulegt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast.

Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þannig í viðvarandi spíral.

Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum.

Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella.

Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlánum að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við.

Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×