Mikilvægur sigur Arsenal og mörkunum rigndi á Vitality-leikvanginum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Xhaka fagnar marki sínu fyrr í dag.
Xhaka fagnar marki sínu fyrr í dag. vísir/getty
Arsenal sótti góðan sigur í norðurhluta Englands er liðið vann 2-1 sigur á Newcastle. Afar mikilvægur sigur Arsenal.

Staðan var markalaus í hálfleik en Arsenal byrjaði frábærlega í síðari hálfleik. Granit Xhaka kom þeim í 1-0 á 49. mínútu og níu mínútum síðar tvöfaldaði Mesut Özil forystuna.

Í uppbótartíma minnkaði Ciaran Clark muninn og gerðu Newcastle-menn allt hvað þeir gátu til að jafna. Allt kom fyrir ekki og öflugur sigur Arsenal.

Arsenal er í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig; þrjá sigra í fyrstu fimm leikjunum. Newcastle er hins vegar einungis með eitt stig eftir fyrstu fimm leikina.

Crystal Palace vann afar öflugan 1-0 sigur á Huddersfield á útivelli. Eina mark leiksins skoraði Wilfried Zaha á 38. mínútu leiksins.

Palace er í ellefta sæti deildarinnar með sex stig en þetta var þeirra annar sigur á tímabilinu. Huddersfield er með tvö stig eftir fimm leiki.

Bournemouth vann 4-2 sigur á Leicester í fjörugum leik. Heimamenn í Bournemouth komust í 4-0 með mörkum Ryan Fraser (tvö), Joshua King og Adam Smith.

Wes Morgan var rekinn útaf í stöðunni 3-0 en James Maddison minnkaði muninn úr vítaspyrnu og Marc Albrighton lagaði stöðuna enn frekar er hann minnkaði muninn í 4-2.

Leicester er í níunda sæti deildarinnar með sex stig en Bournemouth er í fimmta sætinu með tíu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira