Íslenski boltinn

80 prósent marka hennar í leikjunum tveimur sem tryggðu titilinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexandra Jóhannsdóttir.
Alexandra Jóhannsdóttir. Fréttablaðið/Anton
Alexandra Jóhannsdóttir er Íslands- og bikarmeistari á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki en það var einmitt þessi átján ára stelpa sem gerði heldur betur útslagið í síðustu tveimur leikjum þar sem Blikarnir tryggðu sér titilinn.

Alexandra Jóhannsdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Selfossi í gær sem endanlega tryggði Blikum Íslandsmeistaratitilinn en í leiknum á undan skoraði hún tvö fyrstu mörkin í 3-0 sigri á Þór/KA í óopinberum úrslitaleik mótsins.

Það sem meira er að Alexandra Jóhannsdóttir skoraði bara eitt mark í fyrstu fimmtán deildarleikjum sínum í Pepsideild kvenna í sumar. Hún fann hins vegar markaskóna á hárréttum tíma.

Hún skoraði fjögur mörk í þessum úrslitaleikjum Íslandsmótsins eða 80 prósent deildarmarka sinna í sumar.

Það fylgir líka sögunni að þessir leikir á móti Þór/KA og Selfossi voru ennfremur fyrstu tveir leikir Alexöndru eftir að hún var valin fyrst í íslenska A-landsliðið.  

Áður en Alexandra var valin í A-landsliðið hafði hún skorað samtals bara 3 mörk í 31 leik í Pepsideild kvenna en Freyr Alexandersson náði svo um munaði að dæla inn á sjálfstrauststankinn með því að taka hana inn í A-landsliðið.

Mörkin tvö á móti Selfossi í gær voru líka engin tilviljun því Alexandra óð í færum í leiknum og hefði auðveldlega getað verið með þrennu eða fernu á Kópavogsvelli í gær.



Alexandra Jóhannsdóttir með Breiðabliki í deild og bikar 2018:

Alexandra Jóhannsdóttir áður en hún var valin í A-landsliðið:

19 leikir, 4 mörk

392 mínútur á milli marka

Alexandra Jóhannsdóttir eftir að hún var valin í A-landsliðið:

2 leikir, 4 mörk

45 mínútur á milli marka




Fleiri fréttir

Sjá meira


×