Fótbolti

Fimm leikmenn æfðu utan hóps í dag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
S2 Sport
Erik Hamrén stýrir íslenska karlalandsliðinu í fyrsta skipti á laugardaginn þegar liðið mætir Sviss ytra í fyrsta leik í Þjóðadeildinni. Hann er bjartsýnn á framhaldið.

Guðmundur Benediktsson er í Austurríki þar sem liðið er við æfingar í vikunni. Það eru smávægileg meiðsli að hrjá hópinn, Emil Hallfreðsson, Jón Daði Böðvarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Rúnar Már Sigurjónsson og Björn Bergmann Sigurðarson æfðu fyrir utan hópinn í dag.

„Jón Daði fór sér hægt því hann var með magavanda í síðustu viku. Hann hefur því hægt um sig í byrjun,“ sagði Hamrén við Gumma Ben í dag.

„Ég vonast til að allir verði reiðubúnir að spila á laugardaginn.“

„Ég vona að við getum sýnt sama hugarfarið og Ísland hefur gert síðustu ár, sigurviljan og allir leggja sig fram fyrir liðið.“

„Ég er ánægður með æfingarnar en við sjáum hvað gerist í leiknum,“ sagði Erik Hamrén.

Ísland mætir Sviss klukkan 16:00 að íslenskum tíma á laugardag. Belgía kemur svo á Laugardalsvöll 11. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×