Innlent

Kallaðir út vegna reyks í raðhúsi í Hveragerði

Atli Ísleifsson skrifar
Brunavarnir Árnessýslu mættu á vettvang í Hveragerði.
Brunavarnir Árnessýslu mættu á vettvang í Hveragerði. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út klukkan 19:21 í kvöld eftir til tilkynning barst um reyk frá íbúð í raðhúsi í Hveragerði.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi kemur fram að pottur reyndist hafa gleymst á hellu í íbúðinni.

„Unnið er að því að reykræsta húsið. Skemmdir eru af reyknum en enginn eldur var á vettvangi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×