Innlent

Stóðhesturinn Arion frá Eystra-Fróðholti felldur

Atli Ísleifsson skrifar
Stóðhesturinn Arion varð ellefu vetra.
Stóðhesturinn Arion varð ellefu vetra.
Stóðhesturinn Arion frá Eystra-Fróðholti var felldur fyrr í dag eftir slys. Arion var einhver frægasti og hæst dæmdi hestur landsins.

Hestafréttir  greina frá því að Arion hafi brotnað á bógi og að líklega hafi hann orðið fyrir snúningsáverka.

Arion var ellefu vetra, undan Sæ og Glettu frá Bakkakoti, en það voru feðginin Ársæll Jónsson og Ragnheiður Hrund sem voru ræktendur hestsins. Skráð afkvæmi Arion eru á fjórða hundrað.

„Hæsta einkunn Arions í kynbótadómi er 8.91, en hann var sýndur af Daníel Jónssyni þar sem hann fékk 9.25 fyrir hæfileika og 8.39 fyrir sköpulag. Arion fékk 10.0 fyrir bæði tölt og hægt tölt. Þá fékk hann einnig fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti 2018,“ segir í frétt Hestafrétta.

Að neðan má sjá innslag úr fréttum Stöðvar 2 í sumar þegar Arion heimsótti leikskólann Kór í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×