Fótbolti

Íslenska liðið kveður fjallaparadísina og kemur til St. Gallen í dag

Tómas Þór Þórðarson í St. Gallen skrifar
Strákarnir okkar eru búnir að æfa við frábærar aðstæður undanfarina þrjá daga.
Strákarnir okkar eru búnir að æfa við frábærar aðstæður undanfarina þrjá daga. vísir/arnar halldórsson
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta æfðu í síðasta sinn í smábænum Schruns í Austurríki í dag þar sem að þeir hafadvalið frá því að hópurinn kom saman á mánudaginn.

Eftir æfingu í morgun og þegar menn voru búnir að næra sig og gera sig klára var keyrt yfir landamærin til Sviss, nánar til tekið til St. Gallen þar sem leikurinn á móti Svisslendingum í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn.

Strákarnir eru vanir því að æfa í litlum og fallegum sveitaþorpum, sérstaklega í svona fjallaparadís en þeir voru með höfuðstöðvar í Annecy á EM í Frakklandi. Íslenska liðið var svo einnig í smábænum Kabardinka á HM í Rússlandi.

Schruns og St. Gallen er svipað hátt yfir sjávarmáli eða 700 metra en St. Gallen telur 160.000 íbúa og er því töluvert stærri og meira spennandi staður en Schruns þó þar sé fallegt.

Íslenska liðið æfir á Kybunpark á morgun á efstu hæð verslunarmiðstöðvarinnar stóru rétt fyrir utan bæinn og mun Erik Hamrén sitja blaðamannafund eftir æfinguna ásamt fyrilriða laugardagsins. Enginn Aron Einar er í hópnum þannig að það má búast við því að Gylfi Þór Sigurðsson leiði liðið inn á völlinn.

Leikur Íslands og Sviss verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 16.00 á laugardaginn en upphitun hefst klukkan 15.30.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×