Innlent

Kveikt í sorpgeymslu á Tálknafirði

Andri Eysteinsson skrifar
Lögreglunni barst tilkynningin klukkan hálf eitt, aðfaranótt 6. september.
Lögreglunni barst tilkynningin klukkan hálf eitt, aðfaranótt 6. september. Vísir/Vilhelm
Kveikt var í timbri og öðru efni í geymslusvæði sorps ofan byggðarinnar á Tálknafirði aðfaranótt 6. september. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Geymslusvæðið er töluvert frá byggðinni og var því lítil hætta á að eldurinn bærist að mannvirkjum. 

Lögregla og slökkvilið voru send á vettvang eftir að tilkynning barst klukkan 00:31 og var eldurinn slökktur.

Ljóst þykir að um íkveikju hafi verið að ræða. Lögreglan óskar eftir ábendingum frá þeim sem kunna að hafa orðið varir við mannaferðir á þessu svæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×