Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum boðar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpi sem kynnt verður eftir helgi, sem koma eigi lág- og millitekjuhópum til góða. Það stefnir í að fjölmennustu stéttarfélögin á almennum vinnumarkaði fari sameinuð fram gegn vinnuveitendum í komandi kjaraviðræðum, en formaður Eflingar segir slíkt samflot auka líkur á árangri í viðræðunum.

Tæplega þrítugur borgarstjóri í Osló segir uppgang þjóðernispopúlista sýna að samfélagið hafi ekki dregið lærdóm af voðaverkunum í Útey fyrir sjö árum. Færeyska flugfélagið Atlantic Airways ætlar að hætta áætlunarflugi frá Reykjavíkurflugvelli og flytur sig á Keflavíkurflugvöll.

Þetta og fleira til í kvöldfréttum sem sýndar eru í opinni dagskrá á Stöð 2 og í beinni útsendingu á Vísi klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×