Fótbolti

Ekki uppselt á leikinn en Íslendingar verða fáliðaðir í stúkunni

Tómas Þór Þórðarson í St.Gallen skrifar
Íslendingar munu vafalítið láta heyra í sér.
Íslendingar munu vafalítið láta heyra í sér. Vísir/Getty
Strákarnir okkar fara af stað í Þjóðadeildinni klukkan 16.00 í dag þegar að leikur íslenska liðsins við Sviss hefst á Kybunpark í St. Gallen. Upphitun á Stöð 2 Sport hefst klukkan 15.30.

Það er ekki uppselt á leikinn. Völlurinn tekur rétt tæplega 20.000 manns í sæti en búið er að selja um 15.000 miða, samkvæmt upplýsingum KSÍ.

Íslendingar munu eiga undir högg að sækja í stúkunni en reiknað er með um 200 íslenskum stuðningsmönnum á vellinum í dag.

Í heildina munu um 50 blaðamenn fjalla um leikinn og 25 ljósmyndarar verða á svæðinu. Sex aðilar munu lýsa leiknum, einn þeirra Gummi Ben fyrir Ísland, og fjórar útvarpslýsingar verða í boði.

Þar sem að töluð eru þrjú tungumál í Sviss þarf svissneska rétthafinn að lýsa honum á öllum þremur tungumálunum og þarf því að gera allt þrefalt og panta allar stöður fyrir þrjá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×