Fótbolti

Guðlaugur Victor: Þetta var hræðilegt í alla staði

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Guðlaugur Victor var niðurlútur eftir leikinn
Guðlaugur Victor var niðurlútur eftir leikinn
Það voru þung sporin hjá íslensku landsliðsmönnunum eftir stórtap gegn Sviss í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar.



„Þessi er alveg þarna uppi. Þetta var bara hræðilegt í alla staði. Því miður,“ sagði Guðlaugur Victor Pálsson en hann lék allan leikinn hjá Íslandi eftir langa fjarveru frá landsliðinu.



Leikurinn var erfiður fyrir Ísland en Sviss bar höfuð og herðar yfir Íslendinga í dag.



„Þetta var erfitt. Það var mikið af hlaupum. Þeir eru virkileg góðir í fótbolta. Við gerðum okkur bara erfitt fyrir sjálfir. Við fórum ekki eftir því þessu sem við vitum að við erum góðir í. Leikskipulagið var ekki nógu gott í dag, við vorum alltof opnir.“



Guðlaugur Victor hefur ekki verið í landsliðinu í langan tíma og segir hann það mikinn heiður fyrir hann að fá að spila fyrir Íslands hönd. Hann heimtar hins vegar betri frammistöðu gegn Belgum á þriðjudag, líkt og þjóðin öll.



„Að sjálfsögðu. Það var æðislegt að koma inn á völlinn í treyjunni. Það er mikill heiður fyrir mig að spila þennan leik. Þetta var leiðinlegt tap, virkilega. En það þýðir ekkert að hengja haus. Við þurfum að fara yfir okkar hluti, það er annar leikur á þriðjudag. Nú þurfum við að gíra okkur í gang fyrir þann leik.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×