Erlent

Rannsaka leka til nýnasista

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nýnasistahreyfingar birtu handtökuupplýsingarnar á vefsíðum sínum.
Nýnasistahreyfingar birtu handtökuupplýsingarnar á vefsíðum sínum. Vísir/EPA
Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. Mál írakans varð til þess að um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. Átök brutust út við gagnmótmælendur og stóðu þau langt fram á nótt.

Íraki og Sýrlendingur voru handteknir í tengslum við glæpinn á mánudag og kröfðust mótmælendur þess að innflytjendur yfirgæfu Þýskaland, landamærunum yrði lokað.

Upplýsingum um handtökurnar er sagt hafa verið lekið til öfgahópanna sem svo birtu þær á vefsíðum sínum. Hóparnir eru sagðir samofnir þýskum nýnasistahreyfingum en því til sönnunnar hefur þýska lögreglan bent á að tíu mótmælendur séu nú til rannsóknar eftir að sást til þeirra heilsandi að nasistasið.

Sjá einnig:  Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna

Lekinn er jafnframt talinn varpa óþægilegu ljósi á tengsl þýsku lögreglunnar og öfgahópanna. Lekar sem þessir eru sjaldgæfir í Þýskalandi sökum gríðarlega strangs regluverks og ítarlegra verkferla í dómskerfinu.

Því er lekinn álitinn mikið hneyksli og er haft eftir þýskum saksóknara á vef breska ríkisútvarpsins að ljóst sé að upp sé komið djúpstætt vandamál.

Mennirnir tveir sem handteknir voru í tengslum við stunguárásina voru ákærðir fyrir manndráp á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×