Fótbolti

Southgate gefur Shaw traustið á ný

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Shaw skoraði í fyrsta leik United á tímabilinu
Shaw skoraði í fyrsta leik United á tímabilinu Vísir/Getty
Luke Shaw er í landsliðshópi Englendinga einu og hálfu ári eftir að hann spilaði sinn síðasta landsleik. Varnarmaðurinn Joe Gomez, sem missti af HM í Rússlandi, er kominn aftur inn.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Gareth Southgate myndi kalla Shaw aftur í landsliðshópinn eftir góða byrjun bakvarðarins á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Samherji Shaw hjá Manchester United, Ashley Young, er ekki í hóp Southgate að þessu sinni.

Liverpool maðurinn Joe Gomez er í hópnum eftir að hafa misst af HM í Rússlandi vegna meiðsla.

Nick Pope er ekki í hópnum, en hann meiddist illa í upphafi tímabilsins. Í hans stað kemu Alex McCarthy, markmaður Southamtpon, í hóp þriggja markmanna.

Englendingar mæta Spánverjum í Þjóðadeildinni 8. september og spila svo vináttulandsleik við Sviss nokkrum dögum seinna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×