Erlent

Ríkisstjórn Ástralíu tapar þingmeirihluta sínum í kjölfar hallarbyltingar

Kjartan Kjartansson skrifar
Turnbull tapaði leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í síðustu viku. Eftirmaður hans er sjötti forsætisráðherra Ástralíu á tíu árum.
Turnbull tapaði leiðtogakjöri Frjálslynda flokksins í síðustu viku. Eftirmaður hans er sjötti forsætisráðherra Ástralíu á tíu árum. Vísir/EPA
Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu, hefur sagt af sér sem þingmaður. Afsögnin þýðir að ríkisstjórn Frjálslynda flokks hans hefur ekki lengur meirihluta á þingi og þarf nú að reiða sig á óháða þingmenn til að koma málum í gegn.

Turnbull var steypt af stóli sem leiðtogi flokksins í síðustu viku. Reuters-fréttastofan segir að hann hafi nú sagt af sér sem þingmaður. Frjálslyndi flokkurinn hafði eins manns meirihluta í neðri deild þingsins. Ríkisstjórnin þarf því að reiða sig á stuðning annarra þingmanna þar til aukakosningar um sæti Turnbull fara fram.

Aðeins átta mánuðir eru til þingkosninga í Ástralíu en bandalag miðhægriflokka sem Frjálslyndi flokkurinn tilheyrir hafa átt undir högg að sækja í skoðanakönnunum.


Tengdar fréttir

Linnulaus innanflokksátök í Ástralíu

Ástralar skipt sex sinnum um forsætisráðherra á rúmum áratug. Samflokksmenn ráðherra gefa þeim ítrekað reisupassann. Hinn íhaldssami Morrison tók í gær við forsætisráðuneytinu af Ross Turnbull.

Turnbull ýtt til hliðar

Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×